27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (1456)

16. mál, beitutekja

Framsm. (Sig. Stefánsson):

Aðfinningar hv. þm. Barðstr. (H. Kr.) hafa að minni hyggju ekki við rök að styðjast. Þegar menn taka beitu á floti, leggja þeir venjulega á land allan farvið af skipi sínu, því að þeim er það til hægri verka að hafa sem minst í bátnum meðan á beitutekjunni stendur. Það er rjett að menn borgi eitthvað fyrir þetta hagræði. Enda er ábúandi vel að því kominn, að fá þetta litla gjald, því að oft verður hann fyrir átroðningi af beitutekjumönnum, ef þeir verða veðurteptir, og er þá óvíðast siður, að tekin sje borgun. — Það er misskilningur, að hjer sje í fyrsta sinn ákveðið, hvað netlög skuli ná langt út. Ákvæði um það eru til í Jónsbók, og þó að þau sjeu ekki nákvæmlega samhljóða því, sem hjer er ákveðið, þá munar það minstu.