31.07.1914
Efri deild: 24. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Umboðsmaður ráðherra (Kl. J.):

Það er alls ekki meiningin, að hjer eigi að fara fram hjá lögunum um birting laga og tilskipana 24. ágúst 1877. Verði þetta frv. að lögum frá Alþingi, verður það samstundis sent konungi til staðfestingar, og þegar undirskrift hans er fengin, verður það samstundis birt í einu númeri af Bdeild Stjórnartíðindanna og jafnframt verður númer af A-deildinni gefið út. Það verður því við þetta tækifæri farið alveg eins að og áður hefir verið gjört, þegar viðlíka hefir staðið á.