11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í B-deild Alþingistíðinda. (1645)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Karl Einarsson :

Það er ekki langt mál, sem jeg hefi að segja. Það hefir komið fram í deildinni, að málið er ekki nægilega upplýst. Þess vegna vil jeg leyfa mjer að leggja til, að málinu sje frestað, svo að menn fái tíma til að átta sig betur á því. Við höldum nægilega marga fundi í deildinni enn þá til þess, að málið geti samt gengið fram. En jeg álít að þetta skifti talsvert miklu máli.