10.08.1914
Efri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

82. mál, listaverk Einars Jónssonar

Júlíus Havsteen:

Jeg vil að eins gjöra stutta athugasemd út af því, sem hv. þm. Seyðf. (K. F.) sagði um „útilegumanninn“. Hann stóð hjer fyrst í forsal þinghússins, en þegar Háskólinn tók til starfa, gat hann ekki verið hjer lengur. Við máttum því verða fegnir, þegar Íslandsbanki skaut yfir hann skjólshúsi. Í Safnahúsinu hefði ekki verið hægt að koma honum fyrir, og sýnir það best, hvað örðugt er hjer um húsnæði fyrir slík verk. En gipsmyndir þola ekki að standa undir berum himni.