17.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (1743)

23. mál, tollalög

Karl Finnbogason :

Jeg hefi skrifað fyrirvaralaust undir nefndarálitið, en virðist ástæður þær. sem háttv. þingm. Vestm. (K. E.) hefir flutt fram, svo veigamiklar, að rjett sje að fresta málinu og taka: þær til greina. Mjer þykir engin minkun að því að láta sannfærast í þessu máli eða öðru. Til afsökunar mjer hefi jeg ekki annað en það, að jeg hafði ekki athugað málið nógu rækilega, þegar jeg skrifaði undir nefndarálitið. En um leið hefi jeg þá ásökun á hv. þm. Vestmannaeyja (K. E.), að hann færði rök sín ekki nógu ljóst og snemma.