12.08.1914
Efri deild: 40. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

21. mál, mat á lóðum og löndum í Reykjavík

Framsm. (Guðmundur Björnsson) :

Jeg vona að háttv. deild hafi veitt því eftirtekt í áliti nefndarinnar, sem skipuð var til að athuga þetta mál, að þótt hún telji mál þetta gott og hjer sje um nauðsynlega rjettarbót að ræða, þá álítur hún það mikið vandamál og telur ráðlegast að fresta því til næsta þings.

Vona jeg að deildin verði á sama máli, og samþykki þá rökstudda dagskrá, sem liggur fyrir frá nefndinni:

Í því trausti, bað ráðherra með aðstoð borgarstjórans í Reykjavík undirbúi og leggi fyrir næsta þing frumvarp til laga um mat á lóðum og löndum í Reykjavík, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.