06.08.1914
Efri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (1942)

90. mál, lán til raflýsingar fyrir Ísafjarðarkaupstað

Karl Einarsson:

Jeg er á móti því, að þetta frumvarp verði samþykt, en samt finst mjer rjett að málið komi til umræðu og úrslita; þess vegna tek jeg til máls. Það er búið að taka mikið fram af því, sem jeg ætlaði að segja. Jeg get ekki álitið, að heimildarlögin sjeu annað en yfirlýsing þingsins um, að það taki að sjer ábyrgð á þeirri ráðstöfun, sem um er að ræða. Því er hjer um alt annað að ræða en venjuleg fjáraukalög. Þessi lög eru alt annars eðlis, og geta ekki brotið bág við 25. gr. stj.skr. Það mælir á móti innihaldi þessara laga, en ekki formi þeirra, að þingið hefir samþykt lög um að stöðva útborganir úr landssjóði. (Stgr. J.: Þá eru þetta bara pappírslög). Það er ekki víst, því að við vitum ekki, hvað lengi ófriðurinn stendur. Þetta getur alt lagast, svo að hægt verði að veita þetta lán.