31.07.1914
Sameinað þing: 4. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (2096)

102. mál, handbært fé landssjóðs komið í gull

Pjetur Jónsson:

Sú breytingartillaga, sem er kend við mig og er á þingkjali 292, er að mestu leyti samhljóða breytingartillögu nefndarinnar á þingskjali 293. Þó er mismunur í 1. liðnum, þar sem farið er fram á að breyta fyrirsögninni eftir innihaldi tillögunnar. Býst jeg við að það verði samþykt án atkvæðagreiðslu, ef brtt. nefndarinnar á þingskjali 293 verður samþykt. Að öðru leyti munar ekki öðru en því, að jeg hefi stungið upp á að orðið „koma“ komi í staðinn fyrir orðið „víxla“. Vildi jeg að það kæmi til atkvæða, en að öðru leyti get jeg tekið mína brtt. aftur.