13.08.1914
Neðri deild: 46. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1291 í B-deild Alþingistíðinda. (2145)

Deildarlok

Á 46. fundi Nd., fimtudaginn 13. ágúst, á síðasta fundi deildarinnar, að loknum öllum störfum hennar, stóð forseti (Ólafur Briem) upp og ávarpaði deildina á þessa leið:

Nú þegar dagskrá þessa síðasta fundar hér í deildinni er lokið, finn eg mér skylt að þakka háttv. þingmönnum fyrir umburðarlyndi við mig og góða samvinnu og skrifurum deildarinnar sérstaklega fyrir alla aðstoð. Um störf þessa þings verða að sjálfsögðu misjafnir dómar. En þrátt fyrir allan skoðanamismun og þar af leiðandi sundurlyndi, hefir sú orðið raunin á, að hugir allra hafa á þessu þingi sameinast í einlægum vilja að vernda ættjörðina fyrir yfirvofandi hættu. Og þess vil eg óska, að störf þingsins megi bera þann árangur, sem til er ætlast, til heilla og hamingju fyrir land og lýð.