10.07.1914
Efri deild: 5. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

30. mál, siglingalög

Karl Finnbogason:

Mjer virðast breytingar þær, sem nefndin leggur til að gerðar verði á frumvarpi stjórnarinnar, ekki einungis orðabreytingar, heldur og efnisbreytingar. Í frumvarpi stjórnarinnar virðist mjer að eins gert ráð fyrir því, að tvö skip rekist á, en í br. till. nefndarinnar að fleiri skip en tvö geti rekist á. Sje þetta rjett, get jeg greitt atkvæði með tillögum nefndarinnar, því þá eru þær ti1 bóta. Annars eru þær þýðingarlausar.