16.07.1914
Neðri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

14. mál, vörutollur

Björn Kristjánsson :

Eg hafði hugsað mér og vil leggja til, að þetta frumvarp verði látið ganga viðstöðulaust til Ed. Ef frv. mitt verður sett í nefnd og nær síðan samþykki hv. Nd., þá má altaf sameina þessi bæði frumv. í Ed. Með þessu móti fæst líka trygging fyrir því, að þetta frumvarp geti fengið fram að ganga, þó að mitt frv. falli.