14.07.1914
Neðri deild: 11. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í B-deild Alþingistíðinda. (342)

38. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Flutningsm. (Sveinn Björnsson):

Eg skal vera ósköp stuttorður, og vísa aðallega til þess, sem eg sagði við 1. umr. málsins. Það sem frumv. þetta fer fram á, er það, að heimila kjósendum bæjarins að kjósa sjálfir borgarstjóra sinn. Eg gizka á, að ekkert það hafi fram komið í málinu síðan við 1. umr., er geri það að verkum, að það fái ekki framgang, og ekki heldur að síðan í fyrra, er þetta mál var samþykt hér, hafi nokkuð það komið fyrir, er hafi getað breytt skoðun háttv. deildar á því. Þess vegna vænti eg þess, að því verði leyft að ganga gegnum deildina viðstöðulaust.