16.07.1914
Neðri deild: 13. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í B-deild Alþingistíðinda. (345)

38. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Bjarni Jónsson:

Það lítur út fyrir, að heimurinn sé farinn að ganga í endurnýjung lífdaganna, úr því að menn eru nú farnir að sjá sérstaka ástæðu til að þakka það, þó að málin gangi greiðlega fram. Þar sem háttv. 1. þm. Rvk. (Sv. B.) nefndi nafn mitt sérstaklega í þessu sambandi, þá þorði eg ekki annað en að standa upp til þess að þakka hæversklega, þó að eg verði að játa, að eg eigi einungis minn litla þátt í því að þetta mál er komið svo vel á veg.