06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í B-deild Alþingistíðinda. (450)

82. mál, listaverk Einars Jónssonar

Sigurður Sigurðsson :

Eg stend að eins upp til þess að spyrjast fyrir um það hjá háttv. flutningsmönnum frv., hvað þessi flutningur muni kosta. Í annan stað, hvar geyma eigi þessi listaverk og hvað það muni kosta, eða hvort ætlast sé til að smíða hús yfir þau og hvað það muni kosta.

Eg skal engan dóm leggja á þessi listaverk, enda brestur mig skynbragð á þá hluti, eins og raunar alla, sem hér sitja inni. Mér er vandfarið við manninn, og eg vil ekki gera neitt það hana hlut, er honum geti orðið að skaða. En þessum spurningum vænti eg að verði svarað, svo að það komi glögt fram, hvað þetta muni kosta.