06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

82. mál, listaverk Einars Jónssonar

Flutningsm. (Bjarni Jónsson):

Að þeirra manna ætlun, sem skyn bera á, kostar flutningurinn 3–4 þús. kr. Í vetur getur stjórnarráðið fengið ókeypis vörugeymsluhús til að geyma listaverkin í. Síðan er ætlast til að gerður verði skúr úr bárujárni yfir þau, er kosti um 400 kr. Aðalatriðið er það, að skúrinn sé fjúkheldur, því að gifsmyndir þola alt, nema veður og regn. Þannig má varðveita þessi listaverk alveg eða sama sem að kostnaðarlausu, þangað til mönnum lízt að reisa veglegt hús yfir þau og önnur listaverk, sem landið á.