03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í B-deild Alþingistíðinda. (56)

113. mál, kosningar til Alþingis

Ráðherrann (H. H.) :

Það er að eins örstutt athugasemd út af ræðu háttv. þm. Ak. (M. Kr.). Mér heyrðist á honum, að hann áliti að seinni liður 1. gr. frumvarpsins um afnám útsvarsgreiðslu sem kosningarréttarskilyrðis, kæmi í bága við stjórnarskrána. En í 17. gr. núgildandi stjórnarskrár stendur einmitt, að breytingu megi gera á þessu skilyrði (útsvarsgreiðslunni) með einföldum lögum. Og það er einmitt tilgangur síðari liðs l. gr. frumv., að nota það ákvæði til þess að fyrirbyggja allan misskilning.