10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 547 í B-deild Alþingistíðinda. (629)

71. mál, stofnun kennarastóls í klassískum fræðum

Sigurður Sigurðsson :

Það getur alt verið mikið rétt, sem háttv. samþingismaður minn (E. A.) hefir sagt svo langt sem það nær. En eitt stendur óhaggað: að það kallar ekkert að að stofna þetta embætti nú á þessu aukaþingi. Það hefir engin rödd látið það á sér heyra utanþings, að það væri nauðsynlegt. Og eg vil slá því föstu, að stofnun þessa embættis er ótímabær og á að sjálfsögðu að bíða um sinn.