22.07.1914
Neðri deild: 18. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 611 í B-deild Alþingistíðinda. (665)

75. mál, sparisjóðir

Stefán Stefánsson :

Það sem eg ætla að segja eru aðeins örfá orð.

Eg gat um það í ræðu minni áðan, að komið hefði til tals á þingmálafundum í Eyjafirði, hvort heppilegt myndi að leiða í lög líkt frumvarp um sparisjóði og lá fyrir síðasta þingi.

Út af undirtektum þingmálafundanna spyr svo hæstv. umboðsm. ráðherra (Kl. J.), hvað Eyfirðingar sé hræddir við að þessu leyti.

Þessu er því að svara, að Eyfirðingar álíta slík lög meira til ógagns en gagns, og hvað þeirra sparisjóði snertir sérstaklega, þá eru þeir öldungis óhræddir um þá án alls opinbers eftirlits.

Það hélt eg að allir hlyti að sjá, að fremur þyrfti að hafa eftirlit með stórum sparisjóðum heldur en með litlum, því að sjálfsögðu veg alt starf og stjórn við sjóðina, því stærri sem þeir eru, eins og eg hefi áður tekið fram. Eg get því alla ekki fallist á þá skoðun háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.), að eftirlit sé engu síður nauðsynlegt með hinum smærri sem hinum stærri sparisjóðum, t. d. að taka, þegar inneignir nema yfir 100,000 krónum.