10.08.1914
Neðri deild: 39. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 686 í B-deild Alþingistíðinda. (695)

72. mál, hlutafélagsbanki

Sveinn Björnsson :

Eg hefi áður lýst afstöðu minni til þessa frumvarps, og leyfi mér nú að fara nokkrum orðum um brtill. þá á þskj. 445, sem eg hefi borið upp fyrir háttv. deild.

Þessi brtill. gerir ráð fyrir, að bankinn fái heimild til að auka seðlaútgáfuna um 500 þús. kr., í stað 700 þúsunda kr., sem frv. fer fram á. Með þessari brtill. er sú regla framkvæmd, að seðlarnir sé ekki meiri en hlutaféð.

Þessi upphæð, 700 þús. kr. er af tilviljun komin inn við meðferð málsins í efri deild. Þar var litið svo á, að sú upphæð, sem bankinn þyrfti á að halda væri 3.200.000 kr.

Eg vona, að háttv. deild fallist á þessa brtill. þar sem ekki er, hvort sem er, nema um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Og samkvæmt þeirri umferðarveltu seðla, sem verið hefir, ætla eg að þetta muni nægja.