10.07.1914
Neðri deild: 8. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

20. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Flutningsm. (Sigurður Gunnarsson):

Þetta frumvarp er gamall kunningi, eins og þeir munu kannast við, er setið hafa á síðustu þingum. Eg get verið stuttorður um það nú, en vil aðeins minna á undirtektirnar undir það á þingi 1911. Þá vóru á ferðinni frumvörp um ýms ný læknahéruð og vóru sett í nefnd, og komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að taka tvö þeirra til greina, sem sé Norðfjarðarhérað á Austurlandi og svo þetta.

Þessar tillögur nefndarinnar gengu svo fram hér í Nd. og gegnum tvær umr. í Ed., en þá skifti um. Þá flaut Norðfjarðarhérað í gegn, en þetta var felt, og verð eg að álíta þetta nokkurkonar slys.

Aftur lá þetta frumvarp fyrir þinginu í fyrra og var sett í nefnd, en druknaði í því málaflóði, sem þá var þar. Vænti eg þeirrar sanngirni af deildinni, að hún taki þessu máli eins vel og 1911, en skal ekki að svo stöddu fara fleiri orðum um málið, aðeins bæta því við, að eg óska ekki nefndar mín vegna, en verið getur, að aðrir vilji athuga málið í sambandi við óskir manna út um land, og sting eg því upp á 5 manna nefnd.