03.08.1914
Neðri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (761)

48. mál, Hólshérað

Skúli Thoroddsen :

Frumv. þetta var rætt hér í deildinni í sambandi við frv., næst á undan og hefi eg því ekki neinu þar við að bæta. Aðeins skal eg þó minna á það, að þess hefir verið getið hér í deildinni, hvað Hólshérað snertir, að skírskota má að vísu til beins loforða frá þinginu, að því er til stofnunar þess kemur. Eg vona því, að ekki þurfi að fara um það eins og um Hnappdælahérað, enda margbent á, hversu brýn sé þörfin á stofnun læknishéraðs á þessum stað, og ætti eg því að geta gert mér von um, að Hólshérað fengi fram að ganga hér í deildinni, þótt um Hnappdælahéraðið færi því miður, sem farið er.