08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 955 í B-deild Alþingistíðinda. (919)

115. mál, kaup á Þorlákshöfn

Pétur Jónsson:

Mér finst eg ekki fá miklar upplýsingar hjá háttv. þm. V.-Ísf. (M Ól.) annað en það, að þetta væri nauðsynjamál. Það er víst alveg rétt, að þetta er eitt af nauðsynjamálum vorum, en þau eru mörg og víða. Það er annað, sem þarf að fá upplýsingar um og það er, hvort þessi garður, sem á að kosta nál. 75 þús. kr., sé á þurru landi eða í sjó, og eins um það, hvort hann Sé nógu langur til þess, að þarna geti orðið viðunanleg höfn. Beztar upplýsingar um þetta mál hafa komið frá háttv. l. þm. Húnv. (G. H.) og af þeim komst hann að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi að vísa þessu máli á bug. Mér þykir harla undarlegt, að jafngóðir og skynsamir menn og flutningsmenn þessa máls eru, skuli hafa borið þetta mál fram, mér er nær að halda, að þeir hafi gengið í vatnið á því. En þó að þeir hafi gengið í vatnið á því, þá eiga þeir ekki að vera að bregða öðrum um ill vilja til þess. Eg tek það að minsta kosti ekki að mér, því eg þykist jafnan hafa sýnt fullkominn góðvilja hverju þarflegu fyrirtæki. Hitt er annað mál, þó að mig héðan af fari að gruna margt, þegar um fyrirtæki í Árnessýslu er að ræða.