03.08.1914
Neðri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (940)

96. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Bjarni Jónsson:

Eg stend aðeina upp til þess að sýna, að það sem eg sagði áðan, var af engum misskilningi sprottið. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefir sagt mér, að yfir 300 útlend botnvörpuskip hafi komið þar inn á höfnina árið sem leið, svo að nokkrum sinnum hafa þau átt erindi yfir landhelgissvæðið. Viðvíkjandi því, sem hv. 2. þm. Rvk. (J. M.) sagði, að útlendingar væri ekki óánægðir með þetta ákvæði, get eg látið mér nægja að vitna til yfirlýsingar stjórnarinnar í efri deild um það, að þeir sé sáróánægðir og hafi oft látið það í ljós á margan hátt.