21.08.1915
Neðri deild: 39. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Jón Jónsson :

Háttv. framsögum. (P. J.) og fleiri hafa minst nokkuð á brtt., sem við þingmenn Norðmýlinga höfum komið fram með. Jeg verð að segja, að þessi brtt. er í alla staði hófleg og sanngjörn. Hjer ræðir um að endurreisa brú, sem bygð var í fyrra sumar, en hrundi í vatnavöxtum síðastliðið vor. Fjárlaganefndin hefir lagt til, að mikill hluti kostnaðarins verði greiddur úr landssjóði, gegn því, að viðkomandi hjerað greiði nokkurn hluta, eða það, sem á vantar, þegar landssjóðsstyrkinn þrýtur.

Eins og kunnugt er, var á þinginu 1913 veittur 6000 kr. styrkur til að byggja 2 brýr; aðra á Miðfjarðará; þá sem hjer um ræðir, en hina á Hölkná. Landaverkfræðingurinn gjörði kostnaðar. áætlun, og áleit, að 9000 myndi nægja, til að byggja þessar brýr á þeim stöðum sem hann ákvað. Þar með var því slegið föstu, að brúarstæði á þeim stöðum væri örugt. Það mun hafa verið fyrir vangá eða einhverja óstjórn á verkinu, að brúin fór eins og hún fór. Nú þegar þarf að flytja brúna á annan stað og hún verður dýrari þar, heldur en á hinum staðnum, þá kemur það til álita, hvort sá aukakostnaður eigi að bitna á hlutaðeigandi hjeraði.

Það verður ekki með sanni sagt, úr því að brúarstæðið á fyrri staðnum var talið örugt af landsverkfræðingnum, að það sje sanngjarnt; að láta hjeraðsbúa tvíborga þenna kostnað. Við vitum, að landsverkfræðingurinn er opinber starfsmaður þjóðarinnar, og því verður landssjóður að svara til; ef verk hans fara eitthvað í ólagi; en ekki einstök hjeruð. Í nefndaráliti fjárlagan. sjer maður, að verkfræðingur landsins hefir verið svo sanngjarn að segja, að landinu beri að borga þessa brú. Hann játar, að brúin hafi farið svona, vegna þess, að hvorugur verkfræðingurinn gat verið við staddur, og maður sá, sem átti að sjá um verkið hafði ekki fullkomna verkfræðilega þekkingu. Þetta sýnir, að verkfræðingur landsins hefir svo miklum störfum að gegna, að hann getur ekki komist yfir að líta eftir þeim öllum. Þegar svo verkið fer í handaskolum, vegna eftirleysis af hendi þeirra, sem eiga að hafa yfirumsjón með því, fæ jeg ekki betur sjeð, en að landssjóður eingöngu eigi að bera afleiðingarnar.

Háttv. framsm. (P. J.) sagði, að landsverkfræðingurinn ætti ekki einn sök á því, að brúin bilaði. Jeg veit ekki, á hverju hann byggir það. Mjer finst ekki hægt að kenna það öðrum en þeim, sem á að stýra verkinu. Mjer hefir verið sagt frá því, að menn úr hlutaðeigandi hjeruðum hafi bent á, að það dygði ekki að ganga frá brúnni eins og gjört var, á þessum stað. Hafi svo verið, þá er því síður ástæða til að láta hjeraðið bera kostnaðinn.

Þá sagði háttv. framsm. (P. J.), að menn ættu ekki að vera að setja fyrir sig smámunalega þátttöku í kostnaðinum. Það er nú sjálfsagt rjett, að það sje ekki vert að setja fyrir sig smámuni, en hjer stendur alveg sjerstaklega á, og við myndum ekki hafa farið fram á þetta; ef ekki hefði verið svona í garðinn búið. Við getum ekki kannast við, að hlutaðeigandi hjeraðsbúar eigi sök á því, hvernig fór, og því eigi þeir ekki að bera kostnaðinn. Mjer er þetta í rauninni ekkert kappsmál, enda býst jeg við; að þingmenn láti sjer í ljettu rúmi liggja, hvernig fer um þessa brú. Jeg gjöri ráð fyrir, að menn hafi yfirleitt ekki miklar vonir um að þær mörgu brtt., sem fram eru komnar, nái samþykki deildarinnar. Enda væri það rjettast af þingmönnum; að koma fram með sem fæstar brtt. við fjárlögin. Það er að vísu óþægilegt fyrir þingmenn, þegar kjósendur óska þess, að þeir útvegi þetta og þetta handa sínum kjördæmum, og þeir telja það jafnan sjálfsagða kurteisi, að leitast við að verða við óskum kjósanda. En þetta er rangt. Þingmenn eiga ekki að vera að daðra við kjósendur, heldur eiga þeir að fara eftir sínu eigin höfði, og fylgja fram fram þeirri stefnu í fjármálum, sem þeir álíta rjettasta. Við verðum að fara að hefja okkur yfir hreppapólitík í fjármálum hjer á þinginu og taka upp skynsamlega stefnu. En það verður ekki gjört, nema einstakir þingmenn takmarki kröfur sínar til landssjóðsins, og naumast meðan svo stendur, að hver einstakur þingmaður hefir tillögurjett í fjármálunum til aukinna útgjalda. Það er barnalegt, að vera að gjöra sjer það að leik, að bera fram brtt., og í því efni á maður ekki að fara fram á annað en það, sem maður getur haldið fast við. (Guðm. Eggerz: Þetta segja nú allir).

Jeg ætla mjer ekki að fara að sundurliða þær tillögur, sem hjer liggja fyrir. Þær eru að vísu ekki mjög margar, en þær myndu hafa töluverð áhrif á tekjuhallann ef þær næðu fram að ganga. Sjerstaklega eru það brýrnar, sem hafa verulegan kostnaðarauka í för með sjer. Jeg taldi mjer skylt að minnast á þessa brú á Miðfjarðará, því að mjer finst það rangt; að láta hlutaðeigandi sýslu eða hrepp bera kostnaðinn, þegar svona slysalega tókst til. Jeg segi ekki að sýslan eða hrepparnir geti það ekki, en það er bara stefnan í málinu, sem jeg

að halda fram. Hún á að vera sú, landssjóður einn bæti úr því, sem miður fer fyrir handvömm starfsmanna hans.