10.07.1915
Neðri deild: 3. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (1254)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Eggert Pálsson:

Það hefir verið venja á undanförnum þingum, að vísa fjáraukalagafrumvarpinu til fjárlaganefndar. Og þótt það kunni að þykja óviðkunnanlegt, þar sem jeg hefi hlotið sæti í þeirri nefnd, að jeg leggi það til, að svo verði gjört nú, þá leyfi jeg mjer þó, fyrst enginn annar gjörir það, að leggja til, að því verði vísað til hinnar nýkosnu fjárlaganefndar.