04.08.1915
Neðri deild: 24. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

30. mál, vörutollaframlenging

Sveinn Björnsson:

Jeg hefi ekki sannfærst af ræðu háttv. 1. þm. (G.-K. (B. K.) um að frumv. sje brot á grundvelli laganna. Ef breytingin, yrði gjörð, þá er það auðvitað, að menn gætu freistast til að hafa svik í frammi, en þannig væri um flest lög. Það er eftir farmskránum, sem á að gjöra eftirlitið einfaldara, en þá er farið eftir þyngd og umbúðum. En nú er það, að ýmsar vefnaðarvörur, sem hár tollur hvílir á, eru fluttar í kössum. Jeg hefi tekið svo eftir, að þeir kassar væru líkir kössum, sem pappír er fluttur í, en pappírinn er tollfrjáls, því væri alveg eins hægt að kalla vefnaðarvöru pappír, eins og t. d. »Hessfan«. Það verður aldrei komist hjá því, að hægt sje að svíkja toll, ef menn vilja það við hafa, þrátt fyrir ákvæði vörutollslaganna.

Þegar það er viðurkent, að ósanngjarnt sje að tolla striga og segldúk svona hátt, þar sem það er notað til umbúða, þá fæ jeg ekki betur sjeð, en ganga megi inn á þessa lítifjörlegu breytingu.

Háttv. 1. þm. G.-K. (B. K.) sagði, að »Hessian« væri hlutfallslega ljett, borið saman við aðra vefnaðarvöru; en útgjörðarmenn fullyrða, að strigi sje hlutfallslega þyngri í vigt, og þegar umbúðirnar koma aftur, þá eru þær seg sinnum þyngri en í fyrsta skifti.

Sem sagt vænti jeg þess, að háttv. deild samþykki þessa breytingu. En um það, er mjer skildist á háttv. 1. þm. (G. K. (B. K.), að varan væri tollfrjáls, er hún væri endursend, skal jeg athuga, að það er ekki rjett. En úr því hann telur rjettlátt, að slík vara sje tollfrjáls, mun jeg ef til vill fá tækifæri til að taka það til greina síðar.