09.08.1915
Efri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í B-deild Alþingistíðinda. (170)

40. mál, gullforði Íslandsbanka

Framsögumaður (Eiríkur Briem):

Eins og háttv. þingmönnum er kunnugt, hefir nefndin lagt það til, að frumv. þetta verði samþ. óbreytt, af því að sömu ástæður eru nú fyrir hendi, eins og þegar frv. var samþ. í fyrra. Það var þá vegna ófriðarins og þeirrar hræðslu, er hann gat gefið tilefni til. Sama ástæða er enn fyrir hendi, og því leyfir nefndin sjer að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.