26.08.1915
Neðri deild: 43. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (2034)

109. mál, skipun dýralækna

Framsm. minni hl. (Bjarni Jónsson):

Jeg gæti nú að vísu geymt mjer að svara háttv. framsm. minni hl.

(G. H.) til 2. umræðu, og mun líka geyma mjer, að svara aðalatriðinu, sem sje samanburðinn á þeim rjetti, er dýralæknirinn hefir á sjer og þeim rjetti, er háttv. framsögumaður hefir á sjer, þar sem hvorugur málsaðili er fær um að lækna alla sjúkdóma. Það var ilt, að háttv. framsm. (G. H.) tók ekki með sjer logaritmatöflur, til þess að reikna út, hve mikið hann sjálfur hefir kostað landið að nauðsynjalausu, eftir sama mælikvarða. Jeg vil taka það fram strax, að það er skakt athugað, að dýralæknsr sjeu gagnslausir, þó þeir geti ekki læknað alla sjúkdóma. Þeir geta þó alt af leiðbeint mönnum, til þess að hefta útbreiðslu þeirra. Ef nú t. d. háttv. framsm. (G. H.) hefði fengið því framgengt, að flytja inn erlent kynbótafje, þá hefði vel getað farið svo, að með því hefðu næmir kvillar borfet inn í landið, og þá mundi hafa skort tilfinnanlega dýralækna, til þess að hefta útbreiðslu þessara sjúkdóma, er háttv. þingmaður hefði verið valdur að. Þá er háttv. þingmanni víst ókunnugt um, hve skjótar ferðir eiga sjer stað milli Austfjarða innbyrðis, svo að dýralæknir gæti hæglega skoðað kjöt í mörgum kauptúnum á fáum dögum. Og þessi læknir gæti á einu ári margborgað kaup sitt í 10 ár. Þá heldur hann því og fram, að það sjeu eingöngu erlendir læknar, er geti fundið upp sóttkveikjuvarnir eða læknisdóma, en íslenskir dýralæknar rauni þar ekkert geta. Jeg veit nú satt að segja ekki, hvort háttv. þingmanni er kunnugt um, hve mikið manndýralæknarnir eiga oft og tíðum að þakka dýralæknunum. Og jeg veit ekki heldur, hvar hann gjörir að uppgötva þá undarlegu kenningu, ef hann heldur að íslenskir menn geti ekkert uppgötvað í þessu efni. Það er þó ansi hart aðgöngu, að hugsa sjer það, að læknisfræðisprófessor, hjer við Háskólann t. d., sje fyrirfram ákveðinn til þess, að geta ekkert sjálfstætt uppgötvað. Jeg vil nú ekki játa þessu, og jeg held, að íslenskir dýralæknar geti alveg eins fundið upp hjálparmeðal við hinum og þessum sjúkdómum og aðrir menn. Jeg skal og taka það fram um þetta bráðapestarmeðal, sem fundið var upp af dönskum manni, að sá maður fór mikið eftir ráðum og rannsóknum Magnúsar Einarssonar dýralæknis með síðustu samsetning meðalsins. En þó nú svo væri, að útlendingar gætu alt, en Íslendingar ekkert, þá þarf þó að minsta kosti að senda nákvæma sjúkdómslýsingu til þessara útlendu lækna, ef menn vilja leita ráða til þeirra. Jeg hygg t. d., að það stoðaði lítið þann útlenda, þó einhver óbreyttur bóndamaður færi að senda honum lýsingu af skjögri. Jeg hygg, að sá fróði maður mundi vera hjer um bil jafnnær. Það mundi vera tryggast að láta dýralækni fremja skoðun á skepnunni, áður en sá útlendi ætti að fara að rannsaka sjúkdómslýsinguna, svo að gagni kæmi. Þetta hlýtur öllum að vera ljóst. (Guðmundur Hannesson: Ekki mjer). Nei, ekki það! Jeg hefi líka heyrt um manndýralækni, er ljet senda sjer og lesa upp fyrir sjer sjúkdómslýsingarnar og fór svo hvergi, ef hann áleit einhvern dauðvona. Þetta er auðvitað fyrirtaks sparnaðaraðferð, og jeg efast svo sem ekki um, að bóndi, sem ætti konuna sína liggjandi fyrir dauðanum, mundi vera lækninum þakklátur fyrir sparnaðinn, ef hann kæmi ekki. En jeg er nú ekki sannfærður um, að sjúkdómslýsingin væri alt af svo rjett, að hægt væri að dæma mann til dauða eftir henni, og jafnvel ekki hundkvikindi. (Guðmundur Eggerz: Ekki einu sinni þinghundinn?) Ja, jeg á nú ekki þinghundinn, en heyrt hefi jeg því fleygt, að hann mundi ef til vill nákomnari þeim háttv. þingmanni, er fram í greip, en mjer. En ætti jeg hund, þá vildi jeg ekki einu sinni láta taka hann þannig af lífi, að jeg nú ekki tali um uppáhaldshest.

Þá hjelt háttv. framsm. minni hl. (G. H.) því fram, að ekki borgaði sig að lækna einstakan stórgrip. Það er nú svo, eftir því verði, sem nú er á skepnum í landinu. Jeg gæti nefnt ýmislegt, sem sá laghenti maður, er getur um í nefndaráliti minni hlutans, með öðrum orðum kákari, gæti ekki gjört, t. d. þó ekki væri annað en að tálga hóf á hesti, svo að fátæklingsbóndi, er ef til vill ætti ekki nema einn eða tvo áburðarhesta, þyrfti ekki að missa helming hestaafnota sinna heilt sumar, eða má ske öll afnotin.

Það, sem dýralæknir þarf að gjöra á ári, til þess að borga laun sín, er hvorki meira nje minna en að bjarga 12 stórgripum. Hann þarf ekki að gjöra annað en t. d. að gelda eina 8 laungraða fola, til þess að vinna fyrir sínum launum. Hagnaðurinn, sem af því verður, er fullkomlega jafngildi eins árs launa. Þetta eitt sýnir ljóslega, hvílík fásinna það er, að mæla á móti öðru eins og þessu. Dýralæknirinn hjer í Reykjavík segist hafa haft um 400 sjúklinga á ári, og það flest stórgripi, svo að það er vafalaust, að þetta mundi margborga sig. Jeg ætla, að jeg nefndi það í ræðu fyrir skemstu, að jeg hafi grætt 150 krónur á því, að dýralæknir var til hjer í Reykjavík. Hann tálgaði fyrir mig hóf á hesti, sem enginn hestamaður hafði vit á að gjöra við.

Þetta er að eina eitt dæmi, en af því er það sýnilegt, að ef margir af 400 sjúklingum færa eigendum sínum jafn mikinn gróða og þessi hestur færði mjer, þá myndi það marg borga sig, að bæta við þessum eina dýralækni.

Þess er líka að gæta, að Magnús Einarsson hefir gefið ýms ráð, svo sem tóbak við ormaveiki, og hefir það gefist vel. Hver veit nema sá dýralæknir, sem sæti til Austfjörðum, gæti fundið eitthvert óyggjandi meðal við þessum kvilla og öðrum.

Háttv. minni hluti byrjaði á að tala um grundvöllinn undir þessu máli, og grundvöllurinn var svo voðalegur í hans augum, að jeg trúi ekki öðru en að hann hafi ekki komið auga á neinn grundvöll enn þá. Sá eiginlegi grundvöllur er að lækna dýr, en svo er spurningin, hvort það borgi sig. Hann var að reikna það út, og komst að þeirri niðurstöðu, að það borgaði sig ekki. Hann reiknaði það út, að ef við hefðum þrjá dýralækna með 1500 kr. árslaunum, þá kæmi það til með að kosta landið 50000 kr. Jeg veit nú ekki, hvernig hann fær þetta út, en hitt veit jeg, að þörfin er mjög mikil á góðum dýralæknum. Háttv. minni hluti veit, að við erum ekki svo sólgnir í að stofna ný embætti, að okkur langi nú til að stofna dýralæknisembætti að þarflausu. En þjóðin krefst þess, og hvers vegna skyldi Alþingi neita því, úr því að þjóðin heimtar það? Það var sannarlega út í loftið alt, sem háttv. minni hluti lagði til þessa máls. Það, sem jeg sagði í minni fyrsta ræðu, nægir til að hrekja það alt, því að vissulega er fylsta þörf á, að bæta við þessum eina dýralækni; því að þótt íslenskar skepnur sjeu nú í háu verði, þá eru þær ekki nógu dýrar til þess, að það borgi sig, að sækja dýralækni til Akureyrar eða Reykjavíkur, til að lækna fjenað austur á Fljótsdalshjeraði. Jeg vil benda á það, að hefði dýralæknir jörð og bú, þá þyrftu menn litlu til að kosta til að koma skepnum sínum til hans til lækninga. Háttv. minni hluti ætti að geta sjeð, að það er margfaldur gróði að fá þessa lækna sem flesta, og það þótt dýrin væru ekki í eins háu verði og þau eru nú. Jeg vona, að háttv. þingdeildarmenn taki ekki tillit til þess, sem þessi lærði manndýralæknir sagði, en leyfi frumv. að ganga áfram. Hann á ekki einungis að láta það. ósagt, að engir menn hjer á Íslandi geti gjört nýjar uppgötvanir,heldur ber honum skylda til að finna eitthvað nýtt upp sjálfur, til þess að eitthvað verði úr þeim vonum, sem Norðlendingar gjörðu sjer um hann, þegar hann var ungur maður og átti heima fyrir norðan.