06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (2146)

34. mál, stofnun kennaraembættis

Framsm. (Guðmundur Hannesson):

Jeg sje ekki ástæðu til þess, að fara langt út í þetta mál; get látið mjer nægja að vísa til nefndarálitsins. Þar sjest, að fjórir af fimm nefndar mönnum telja, að ekki verði hjá því komist, að stofna þetta embætti, og sá fimti kannast við, að allgildar ástæður sjeu til þess.

Að því er vikið í nefndarálitinu, að þessi maður væri oft nauðsynlegur, ef erlendar sóttir berast hingað og gæti orðið mikill styrkur fyrir allar sóttvarnir í landinu. Jeg tel þetta mjög mikils vert atriði.