20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (2574)

111. mál, yfirskoðunarmenn landsreikninganna

Sveinn Björnsson:

Jeg og háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) eigum saman eina brtt. á þgskj. 444. Það er einungis lítilfjörleg breyting, sem hún fer fram á, nefnilega það, að hækka fæðispeninga opinberra starfsmanna úr 5 kr. upp í 6 kr. á dag. Þessi breyting er í samræmi við álit fjárlaganefndarinnar, en sú nefnd hefir líka haft þetta mál til íhugunar. Við álítum, að það sje sanngjarnt, að allir opinberir starfsmenn landsins af líku tagi hafi sama kaup, og álítum, að það megi ekki vera minna en 6 kr. á dag.

Jeg skal svo ekki fjölyrða um þetta smámál, en vona, að háttv. deild sjái sjer fært að ganga inn á þessa tillögu okkar.