23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

41. mál, löggiltir vigtarmenn

Eiríkur Briem:

Jeg er sammála nefndinni í því, að óheppilegt er, eins og stendur í 3. gr., að þóknun skuli greidd eftir samkomulagi. Eg vil leyfa mjer að skjóta því til nefndarinnar, hvort hún geti ekki fallist á, að í stað orðanna „eftir samkomulagi“ komi: eftir ákvörðun lögreglustjóra. Jeg hygg, að það muni vera heppilegra, því oft getur staðið svo á, að 75 aura gjald sje alt of lítið. Ætti þess vegna ekki að útiloka það, að það megi vera hærra, en ef til vill væri rjettast að geta þess, að það megi ekki vera lægra en 75 aurar.