25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í B-deild Alþingistíðinda. (474)

65. mál, áfengir drykkir

Karl Finnbogason :

Jeg greiddi ekki atkvæði um frumvarp þetta við 2. umr. Það gjörði jeg vegna þess, að jeg varóánægður með það, en hafði þá ekki komið með brtt. Nú hefi jeg komið með brtt. og vil mæla með þeim.

Ýmislegt þykir mjer athugavert við frv., en skal þó minnast á fátt eitt, og það eitt, er mjer virðast spjöll á gildandi lögum um þetta efni.

Í fyrsta lagi líst mjer illa á áfengismarkið, 2¼ %, þótt það sje í fullu samræmi við bannlögin. Jeg sje enga ástæðu til, að hafa markið hið sama á gjörðu áfengi og innfluttu. Enda alls engin ráð til að líta eftir því, hvort ákvæðinu yrði. fylgt eða ekki. Hvernig á t. d. að ganga úr skugga um það, hvort hvítöl, sem bruggað er heima — eða jafn vel í brauðgjörðarhúsi — er óáfengt samkv. þessum lögum eða ekki?

Ekki sje jeg heldur ráð til að ganga úr skugga um það, hvort vín, sem gjörð eru úr tröllasúru (rababar) eða öðrum innlendum jurtum, eru of áfeng eða hæfilega.

Og fyrst ekki er hægt að tryggja það, að ölið eða vínið; sem gjört er með. lagaleyfi, fari ekki yfir áfengismarkið, þá myndu þessi ákvæði að eins verka sem. hræða fyrir þá, sem, langar til að gjöra drykkina, en vilja ekki verða brotlegir við lögin. Menn hafa eðlilega engin tæki til að mæla áfengi í þeim, drykkjum, er þeir gjöra heima hjá sjer, enda víst mjög örðugt að vita það fyrirfram, hve áfengir þeir verða við geymslu og önnur atvik, er ekki verður við sjeð:

Álít jeg að rjettast hefði verið, að hrópa ekkert við þessu. Það getur ekki valdið öðru en. óánægju og illu einu.

Hitt, að banna að gjöra nothæfa aftur sterka innflutta drykki, sem gjörðir hafa verið ódrekkandi, það álít jeg rjett. Slíkir drykkir verða aldrei öðruvísi en óhollir, og alt annað með þá en öl og innlenda drykki. En nauðsyn að reyna að koma í veg fyrir það, að menn drekki alls konar óþverra, sem einungis er til heilsuspillis og vitfirringar.

Í öðru lagi þykja mjer sektarákvæðin óhæfilega ströng. Enda á jeg brtt. við það atriði, sem nú liggur fyrir háttv. deild.

Það nær engri átt, að maður, sem bruggað hefir eitt kvartil eða anker af hvítöli, eða gjört álíka mikið af tröllasúruvíni, sje sektaður um 200 kr. eða meira, þótt áfengið í drykknum reyndist t. d. 2½%, og það komist upp af einhverri tilviljun. 10 króna sekt fyrir slíkt smáræði væri yfrið nóg, og ætti alls engin að vera, nema því að eins, að maðurinn gjöri sjer að atvinnu að brugga drykkina svo áfenga, sem unt væri, og bryti þannig lög að yfirlögðu ráði.

Í, þriðja lagi tel jeg með öllu óhæfilegt, að gjöra upptæk öll tæki, sem notuð kynni að; vera til að gjöra drykk, sem reynast kynni of áfengur, eftir slíkum lögum sem þessum. Brtt. mín um það atriði, fer fram á, að engin slík tæki skuli vera upp

tæk, nema því að eins, að þau sjeu eingöngu notuð. til, ólögmætrar áfengisgjörðar.

Setjum svo, að maður gjörði hvítöl til heimanotkunar. Látum hann gæta þess, svo sem hann hefir vit á, að það fari ekki yfir áfengismarkið. Hann bruggar öl hvað eftir annað, og ekkert er við þetta að athuga. Svo kemur það fyrir í eitt af mörgum skiftum, að ölið verður of sterkt. Þetta kemst upp, og tækin eru gjörð upptæk. Maðurinn verður að hætta við að gjöra öl fyrir heimili sitt; eða fá sjer ný áhöld, og er auk þess sektaður.

Til að gjöra tröllasúruvín, þurfa víst að eins vanaleg eldhúsgögn. Ef illa tækist til með það, ætti að gjöra þau upptæk öll — eða hvað?

Nei, þetta nær engri átt. Slíkum ákvæði um mundu ekki einu sinni höfundar þeirra hlíta; nje framfylgja.

Báðar brtt. mínar miða að því að milda lögin og þar með bæta þau.

Jeg lít alveg eins á þessi lög og bannlögin. Þess mildari og sanngjarnari, sem þau eru, því betur verða þau haldin og þoluð. Og því að eins verða slík lög að gagni, að menn finni einhverja skynsamlega og sanngjarna ástæðu til að hlýða þeim. Með ofbeldi einu og ströngum refsingum verða menn aldrei gjörðir löghlýðnir, heldur fjandsamlegir öllum lögum.

Og sannarlega er það hvorki skynsamlegt nje rjettlátt, að hamla þeim frá að gjöra sjer hvítöl og aðra saklausa drykki, sem vilja gjöra það. Og vel má taka það til greina, að öl er víst engu dýrara og að mínu áliti miklu betra með mat en kaffi.

Jeg, vona, að meiri hluti hv. deildar sje mjer sammála um þessi atriði, og samþykki því tillögur mínar.