18.08.1915
Efri deild: 36. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í B-deild Alþingistíðinda. (559)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Framsögum. (Björn Þorláksson) :

Jeg vildi að eins segja örfá orð út af ræðu háttv. þm. Vestm. (K. E.).

Ef brtt. nefndarinnar verður samþykt, þá verður brtt. hans óþörf eða á ekki við. (Karl Einarsson: Tek hana þá aftur) En ef brtt. nefndarinnar verður feld, þá er hún til bóta.

Jeg ætla engu að svara þingmanninum út af því, sem hann sagði um foreldra sína, því alt hans tal um það efni, var algjörlega ástæðulaust.