17.08.1915
Efri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (610)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Framsm. (Guðm. Ólafsson) :

Jeg skal taka það fram, að mjer þykir mikil sanngirni mæla með því, sem meðnefndarmenn mínir hafa stungið upp á, að kosning skuli fara leynilega fram, ef ¼ eða 1/10 hluti kjósenda í hverjum hreppi óskar þess. Hjer er öllum gjört til hæfis, því að það þarf ekki að kjósa leynilega, fremur en kjósendum í hverjum hreppi sýnist. Þetta er því betra en ef leitað hefði verið álits landsmanna, því að ávalt myndu einhverjir hafa verið andvígir þessari breytingu, þótt jeg telji líklegt, að það hefði orðið mikill minni hluti landsmanna. Að krefjast þess, að ¼ hluti kjósenda óski leynilegra kosninga, þykir mjer alt of mikið heimtað, en 1/10 hæfilegt.