13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í B-deild Alþingistíðinda. (635)

120. mál, þingsköp Alþingis

Karl Einarsson :

Ræður hv. frsm. (G. B.), sannaði algjörlega mál mitt. Hann tók fram, að hjer þyrfti meira en venjulegan meiri hluta, og að það væri gagnstætt því, sem annars væri regla. Hjer er því um stjórnarskrárbrot að ræða, því hún gjörir að. eins ráð fyrir einföldum meiri hluta.