26.07.1915
Efri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (696)

3. mál, kosningar til Alþingis

Steingrímur Jónsson:

Jeg vil leyfa mjer að skjóta því nefndarinnar, hvort eigi mundi rjettast að fella burtu eða breyta viðbótinni við frv., — „ákvæði um stundarsakir“. Því ákvæði var upphaflega bætt við, til þess að trygt væri, að kosningar færu fram áður reglulegt Alþingi kæmi saman 1915. En nú virðist það óþarft, með því að ekki er ástæða til þess að búast við, að Alþingi komi saman næsta sumar. Og um það eru allir vona jeg sammála, að ekki sje heppilegt að halda þessar fyrstu landskosningar um hávetur. Jeg vildi að eins leyfa mjer að biðja hv. nefnd að athuga þetta, þar sem nú stendur öðru vísi á, heldur en þegar ákvæðið varð til í fyrstu.