26.07.1915
Efri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

3. mál, kosningar til Alþingis

ár. Fjárhagurinn er fjöregg þjóðarinnar, en hver getur ábyrgst, að vjer lendum eigi í þeim kröggum á næsta vetri, að stjórnin neyðist til að kalla saman aukaþing? En hvernig á að kalla saman þing, ef rjettkjörnir þingmenn eru ekki til? Menn kunna að svara, að hægt væri að kalla saman það þing, sem nú er í sessi. En jeg vil spyrja :

Er hægt að teygja lögin svo? Hvað mun þjóðin hugsa, ef þingmenn taka upp á því, að teygja umboðstíma sinn svo langt fram úr rjettu hófi? Jeg er hræddur um, að það mundi eigi mælast vel fyrir, og hygg jeg því ráðlegast að láta bráðabirgðaákvæðið haldast eins og það er nú.