11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

3. mál, kosningar til Alþingis

Eiríkur Briem:

Jeg skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara, af því að jeg var ekki fyllilega samþykkur hv. meðnefndarmönnum mínum, að því er snerti till. þeirra. Sá munur er nefnilega á 9. september og 5. ágúst, að 5. ágúst er dýrmætur dagur, alveg um hásláttinn, en 9. sept. er svo langt liðið á sláttinn, að dagsverkið er orðið minna virði. Í sumum sveitum hjer á landi er þá mikið til hættur sláttur, að minsta kosti er það allvíða á Suðurlandi.

Brtt. þá, er hv. 5. kgk. þm. (G. B.) kom með, felli jeg mig best við. Mjer finst þó eitt athugavert, og það er, að við ákvæðið um stundarsakir hefir sú setning, að stjórninni væri heimilt að stytta frest- inn, fallið burtu í hv. Nd. Mjer finst, að það ákvæði ætti að komast aftur inn í frv., ef brtt, hv. 5. kgk. þm. (G. B.) verður samþ. En það er ekki hægt, nema málið sje tekið út af dagskrá. Það færi þá í sameinað þing, og við það er ekkert athugavert.