11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (707)

3. mál, kosningar til Alþingis

Ráðherra :

Það er helst út af ræðu hv. 5. kgk. (G. B.) að jeg stend upp. Mjer er engin þægð í því, að draga birtingu stjórnarskrárinnar, en mjer virðist það varlegra, ef útlit er fyrir, að nauðsynlegt sje að kalla saman aukaþing. Það geta komið þeir atburðir fyrir, að það verði eins nauðsynsynlegt að kalla saman þing á vori, eins og að sumri. Það er því varlegast, að hafa þann tíma sem allra stytstann, sem þinglaust er. En hann getur orðið mismunandi langur, eftir því, hve nær stjórnar- skráin er birt. Þetta vildi jeg taka fram, enda þótt það sje ekki mikið rjettartap, að hún er birt einum mánuði seinna. Það er rjett hjá hv. 5. kgk. þm. (G. B,), að það eðlilegasta væri, að aukaþing kæmi saman eftir nýju lögunum. En þótt það yrði að kalla þetta þing aftur saman áður en nýju lögin ganga í gildi, þá álít jeg það betra, ef einhverjir voveiflegir atburðir bæru að höndum, heldur en að enginn hefði þá umboð.

Hv. 5. kgk. þm. (G. B.), sagði, að í fyrra hefðum við ekki viljað draga kosninguna. Það er rjett, en ástæðan til þess var vitanlega fyrst og fremst sú, að þá vissum við fyrirfram, að það átti að verða reglulegt þing í sumar, og því var gjört ráð fyrir að kjósa svo snemma. Jeg mundi þinginu þakklátur, ef það gæti skipað málinu sem heppilegast, einkum þó að sá tími yrði sem allra stytstur, er þinglaust væri, hvort sem þessir þingmenn kæmu saman eða nýir. Þótt hv. 5. kgk. (G. B.) kallaði dráttinn ofbeldi, þá álít jeg betra að hafa það svo, heldur en ef ómögulegt væri að kalla saman reglulegt þing.