13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (794)

109. mál, skipun dýralækna

Jósef Björnsson:

Jeg vil mótmæla því,. að jeg hafi sagt, að læknar mundu þurfa mikið lengri tíma en bændur til dýralækninganáms. Jeg sagði, ef að læknar gætu lært það á mjög skömmum tíma, þá hlytu bændur líka að geta lært að hjúkra dýrum sínum í þeim dýrasjúkdómum, sem algengastir eru hjer á landi. Jeg held að háttv. 5. kgk. þm. (G. B.) sje ekki fullljóst, hve mikill munur er á því. að vera mannalæknir og dýralæknir. En til þess að verða fullkominn dýralæknir á skömmum tíma, efa jeg að nokkur sje fær, og það þótt hann sje læknir. Önnur umsögn eða skýring á orðum mínum er rangfærsla ein, sem eingöngu er þá töluð á ábyrgð þess, er þá rangfærslu gjörir.