13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (795)

109. mál, skipun dýralækna

Magnús Pjetursson:

Útaf þeirri viðbáru háttv. nefndar, að ekki sje hægt, að stofna þetta dýralæknis embætti, af því að manninn vanti, og ef það yrði gjört þá yrði það að eins til þess, að dýralæknirinn í Rvík yrði settur til að þjóna því gegn ½ launum, sem vitanlega er ekki ætlunin og væri ófært, þá vil jeg taka það fram, að þetta er engin ástæða, því slíks eru mörg fordæmi í læknalögunum, og mjög nýstofnuð hjeruð eru læknalaus.

Mjer finst. það vera langeðlilegast, að samþykkis lögin eins og þau eiga að verða, svo ekki þurfi strax á næsta þingi að lappa upp á þau.