19.08.1915
Efri deild: 37. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í B-deild Alþingistíðinda. (91)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Ráðherra:

Háttv. framsögumaður skaut því til mín, að gera grein fyrir ástæðunum fyrir fjárveitingunni, sem talað er um í 1. lið nefndarálitsins á þgskj. 358. Jeg get reyndar að mestu leyti vísað til athugasemda stjórnarinnar um málið, því þar er flest tekið fram, sem um málið er að segja.

En ástæðan er í stuttu máli sú, að þessi maður, er hjer ræðir um, var mjög veikur, en læknir hans taldi þó eigi úti lokað, að hann kynni að hressast, ef hann fengi eins til tveggja missera hvíld frá starfa sínum. Stjórnin leit þess vegna svo á, að rjettara væri, að fá annan mann til að gegna embættinu þennan tíma, heldur en að setja manninn þegar á eftirlaun.

En annars er enn ekki mikill skaði skeður, því að eins og háttv. fjárlaganefnd Ed, er kunnugt, þá hefir þetta fje ekki enn verið útborgað, og er þess vegna hægurinn á að fella fjárveitinguna. Búi mannsins mundi það ekki gera neinn skaða. Sá, er embættinu gegndi fyrir hann, gjörir enga kröfu á hendur búinu. Hann mundi að eina vinna ókeypis fyrir hinn látna heiðursmann, og eigi telja það eftir sjer.