13.09.1915
Efri deild: 60. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í B-deild Alþingistíðinda. (924)

140. mál, heimild til dýrtíðarráðstafana

Kristinn Daníelsson:

Jeg býst við því, að það sje sama að segja um þetta frv. og frumvarpið, er var næst áður á dagskránni, að háttv. þingmenn hafi ekki haft tíma til þess að kynna sjer það, en jeg hefi kynt mjer það nokkuð, og álít, að það eigi ekki að ná fram að ganga og verða að lögum. (Sigurður Stefánsson: Sama segi jeg). En jeg álít kurteisara að lofa málinu til 2. umr., og legg því til, að því verði vísað til. dýrtíðarnefndarinnar, að þessari umr. lokinni. (Guðmundur Björnson: Það er best að svæfa það).