22.07.1915
Efri deild: 13. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

20. mál, stjórnarskrármálið

Karl Einarsson:

Það er viðvíkjandi því, sem háttv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) sagði um dagskrá mína, að jeg stend upp. Hann sagðist alls ekki geta fallist á hana, enda þótt hún teldi framkomu hæstv. ráðherra í ríkisráðinu 19. júní 1915 rjetta. Háttv. þm. hjelt því fram, að afgreiðsla málsins með þingsályktunartill. væri viðhafnar meiri og kraftmeiri, heldur en afgreiðsla þess með dagskrá minni. Jeg fæ ekki sjeð, að svo sje, og finst þessi mótbára mjög lítilfjörleg, og veit jeg ekki betur, en að sama mál hafi verið afgreitt með dagskrá í háttv. Nd. Mjer þykir það kynlegt, að háttv. þm. segist hafa sjeð dagskrána, þessa sömu dagskrá fyrir 2 dögum. Þetta er ósatt, því að þessa dagskrá samdi jeg fyrst hjer í þinginu í dag. En honum mun hafa verið sýnt uppkast að dagskrá fyrir 2 dögum, og hann á víst við það uppkast. Jeg fyrir mitt leyti vildi traustsyfirlýsingu, og er það rjett skilið hjá hv. 2. þm. G.-K. (K. D), að hún er falin. í dagskrá minni.

Jeg skil ekki hvers vegna háttv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) vill ekki greiða atkvæði með dagskrá minni. Í henni er þó innifalin bæði traustsyfirlýsing til hæstv. ráðherra: og um leið mótmæli gegn íhlutunartilraun danskra stjórnarvalda, og það eru þó þeirra ummæli, sem hafa skapað þessa „situtation“.

Jeg er á sömu skoðun og hann, að það. er vitanlega Sigurði Eggerz, fyrv. ráðherra, að þakka, að málið fjekk þá lausn, sem raun hefir á orðið. Hefði hann tekið við skilmálunum, sem honum voru boðnir, hefðum við vitanlega aldrei fengið neitt. meira, og hefir hann fengið þökk bæði mín og annara fyrir þá staðfestu, er hann sýndi í þessu máli.

Háttv. 4. kgk. þm, (B. Þ.) talaði umr að það væri ekki gott að átta sig á dagskránni. Jeg vil biðja hann að gjöra svo vel að benda mjer á, í hverju tilliti hún sje óljós, og skal jeg þá reyna að bæta úr því. Jeg hygg, að hann vanti rök til þess. að sýna fram á að svo sje. Síst af öllu geta Sjálfstæðismenn fært rök fyrir því, að þeir eru á móti þessari dagskrá, og veit jeg ekki betur, en dagskrá þessi taki af allan vafa um vilja þingsins í þessu máli, og að stjórnin sje ánægð með hana, ef hún er borin fram án útúrsnúninga, en það getur verið, að Heimastjórnarmenn. sjeu ekki ánægðir, því þá virðist vanta útgöngudyr fyrir skoðanir sínar. En hvað Sjálfstæðismenn snertir er öðru máli aðgegna. Margir flokksbræður þeirra eru einmitt ekki fullvissir um, að fyrirvaranum sje fullnægt, og einmilt þeirra vegna er dagskráin hjá mjer rjett orðuð. Við ætlum einmitt allir að standa sem fastast utan um hæstv. ráðherra í þessu máli, og við værum betur settir með því að sýna, að við viljum standa saman með ráðherra gegn íhlutunartilraunum Dana, en að veraað togast á til að þóknast Heimastjórnarmönnum. Hv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) talaði á þá leið, sem hann hjeldi, að jeg væri ekki sannfærður um að fyrirvaranum væri fullnægt. Jeg tók það einmitt strax fram við þrímenningana svo kölluðu, að jeg teldi fyrirvaranum fullnægt. (Björn Þorláksson: Jeg er alls ekki sannfærður um, að hv. þm. Vestm. (K. E.) álíti fyrirvaranum fullnægt).

Hv. 4. kgk. (B. Þ.) var alls ekki sannfærður um, að jeg álíti fyrirvaranum fullnægt. En jeg álít þá, að hann hafi ekkert vit á málinu, og sannar öll framkoma hans það. Svo var það, að jeg ætlaði að biðja hv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) að segja mjer hvað það er, í dagskrá minni, sem hann getur ekki felt sig við. Jeg álít fyrst og fremst nauðsyn, að við stöndum fast saman um ráðherra. Jeg álít meira að segja, og endurtek það enn einu sinni, að við eigum ekki að rífast innbyrðis opinberlega um þessi mál. Þeir, sem eru á móti dagskrá minni, hafa enn ekki fundið henni neitt til foráttu, að því er orðalag snertir. Jeg hefi ekki fleira um dagskrá mína að segja, jeg vil einungis beina þeirri spurningu til hæstv. ráðherra, hvort hann sjái annað í dagskrá minni en fult traust til hans og viðleitni til að sameina alla þingmenn á móti afskiftum Dana af vorum málum, það er að segja þá þingmenn, sem ekki eru á bandi Dana í þessu stríði.