22.07.1915
Efri deild: 13. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (992)

20. mál, stjórnarskrármálið

Ráðherra:

Stutt athugasemd út af ræðu háttv. þm. Seyðf. (K. F.). Hann sagði sem sje í fyrri ræðu sinni, að hann áliti fyrirvaranum ekki fullnægt, en þó væri engum rjettindum glatað. Skil jeg þá ekki, hvaða varnagla hann þarf að slá við því, að láta í ljós ánægju sína yfir staðfestingunni. Nefndi hann, að jeg hefði sams konar stuðning frá Heimastjórnarmönnum og honum. Jeg skal ekki segja um það, en þeir geta lýst yfir fullri ánægju út af staðfestingu stjórnarskrárinnar, en hann alls ekki. Enn lýsti háttv. þm. yfir því, að hann teldi sig óbundinn við fyrri orð sín um að bregða ekki fæti fyrir mig, og skal jeg ekki halda honum við þau orð, því að vita má hann það, að jeg sje lítið eftir sæti því, sem jeg nú hefi, þótt jeg ljeti það af hendi.