28.12.1916
Neðri deild: 7. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

19. mál, æðsta umboðsstjórn landsins

Ráðherra (Einar Arnórsson):

Mjer skildist á hv. síðasta ræðumanni (J. J.), sem hann teldi frumkvæðið að frv. vera komið frá stjórninni; það er ekki rjett, að núverandi stjórn eigi nokkurt frumkvæði að þessu, en stjórnin 1915 bar fram frv. í líka átt, og jeg hlýt því nú að vera með þessu frv. Frá núverandi stjórn hafa ekki komið fram önnur frv. á þessu þingi en bráðabirgðalög þau, sem lögð hafa verið fram samkvæmt 6. gr. stjórnskipunarlaga 1915.