12.01.1917
Neðri deild: 24. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í B-deild Alþingistíðinda. (200)

47. mál, bann við sölu og leigu skipa úr landi

Bjarni Jónsson:

Jeg þarf ekki að vera orðmargur, því að háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) hefir að mestu tekið af mjer ómakið. Jeg vildi að eins beina þeirri spurningu til hæstv. stjórnar, hvort hún treysti sjer ekki til að hughreysta og hugga svo hv. fyrverandi flutnm. (M. Ó.), að hann geti greitt atkv. með frv.

Hvort telur hún sjer ekki fært að veita undanþáguna alt af, þegar fullar ástæður eru til?

Jeg lít svo á, sem það sje sjálfsagður hlutur, og sje jeg þá ekki lengur hættu þá, er af því gæti leitt, að samþykkja frv.

Annars tel jeg mikið unnið með lögum þessum, þótt ekki væri nema það, að engin skipasala færi fram út úr landinu án þess að stjórnin vissi af. Vil jeg því eindregið mæla með því, að frv. verði samþykt.