08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

33. mál, réttur landssjóðs til fossa o. fl. í afréttum

Einar Arnórsson:

Jeg get vel búist við, að það hafi komið fyrir, að að sýslur eða hreppar hafi selt fossa óleyfilega, en þó að þar hafi verið gengið á rjett landssjóðs, þá getur samt farið svo, að landssjóður þurfi að leggja eitthvað talsvert í kostnað til að fá riftingu komið á. Jeg á þar ekki við það, að landssjóður þurfi að leggja peninga í málskostnað, því að slíkt er svo sem sjálfsagt, en það gæti verið, að eigandi, sá sem keypti af hreppi eða sýslu, hafi lagt eitthvað, ef til vill stórfje, í kostnað og landssjóður þyrfti að borga honum þann halla, sem hann yrði fyrir við riftinguna.

Það var aðallega þetta, sem jeg átti við áðan, þegar jeg mintist á fjárframlög landssjóðs í sambandi við þetta mál.