11.01.1917
Sameinað þing: 3. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (681)

18. mál, rannsókn á hafnarstöðum

Pjetur Jónsson:

Háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) hefir víst ekki heyrt hvað jeg sagði (Gísli Sveinsson: Jú). Jeg tók það fram, að þessi till. færi ekki fram yfir till. 1915, nema ef skoða ætti hana sem áskorun til stjórnarinnar, að gjöra þetta, hvað sem annars kynni í að skerast.

Það getur hugsast, að rjett sje að láta þessar hafnir sitja fyrir öllum öðrum, en það er engan veginn fullvíst. Hygg jeg, að rjettara og betra væri, að taka þetta eftir þeim ráðstöfunum, er stjórnin og væntanlegur verkfræðingur koma sjer saman um. Svo var, sem búast mátti við, hnýtt aftan í hana lengra og lengra, og allir þingmenn hefðu getað bætt einhverju við.