13.01.1917
Sameinað þing: 4. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (690)

42. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs

Framsm. fjárveitinganefndar Ed. (Eggert Pálsson):

Jeg skal ekki vera langorður um þessa till. Úr því að engin brtt. hefir komið fram í mnálinu, getur ekki verið nema um tvent að gera, að samþykkja till. þá, sem hjer liggur fyrir, eða fella hana.

Nú eru allir sammála um, a8 það sje sjálfsögð sanngirnis krafa, að starfsmenn landssjóðs fái bætur fyrir þann halla, sem þeir hafa orðið fyrir af dýrtíðinni. Jeg skil því ekki þennan vilja hv. þm., ef þeir verða á móti till. þeirri, sem hjer er um að ræða. Og með því að aðrar nýtilegar till. hafa ekki komið fram í þessu máli, verðum við að velja þann veginn, sem fjárveitinganefndin í Nd. og hv. Ed. hafa komist að.

Margir eru nú að vísu óánægðir með till. fjárveitinganefndarinnar. En þess ber þá að gæta, að hjer gat ekki verið um það að ræða, að finna annan grundvöll, vegna tímaskorts.

Það hefir líka verið tekið rjettilega fram, að þessari till. fylgdi einn stór kostur, sem sje sá, að hún sje handhæg til framkvæmda fyrir stjórnina. Hví skyldi þá eiga að vera að búa til eitthvert afskræmi, sem kostaði vafninga-strit fyrir stjórnina og væri ef til vill þar að auki órjettlátt?

Jeg skal svo ekki fjölyrða um þetta mál frekar. Þó að till. kunni að vera eitthvað gölluð og gera megi umbætur á henni, þá er hún samt svo vel frambærileg, að sómi þingsins liggur við, að hún sje samþykt.